top of page
Search

Sköpunarkraftur sveitarinnar

  • Aug 17
  • 1 min read

Verið velkomin í sköpunarkraft sveitarinnar á Staðarfell á Fellsströnd nk sunnudag 24. ágúst kl 12. Við munum næra líkama, anda og sál með samveru, fræðslu og góðum veitingum úr Dalabyggð.

ree

Á dagskrá eru m.a. Urður ullarvinnsla sem mun kynna vörur sínar, Rúna á Valþúfu sýnir okkur einstakar ullargærur og Hrefna Guðmundsdóttir leiðir okkur í gegnum mátt hugans. En mögulega er ekki allt upp talið og okkur langar að halda óvæntum liðum leyndum fram að sunnudegi. Látið ykkur hlakka til!


Nú er lag! Þið skellið ykkur í dagsferð með ykkar hjartans vinum / vandamönnum og stingið beint í samband við núvitund, náttúru og nýjar hugmyndir. Öll fara sátt, sæl og endurnærð til baka.


Óþarfi að segja að Fellsströnd skartar sínu fegursta. Sjón er sögu ríkari.


Sjáumst næstu helgi.


ps. þið kunnið þetta - læka, deila og tala um eins og vindurinn... einnig hægt að gera það með FB viðburðinn sem er hérna: https://fb.me/e/3vhIHJmvd




Fyrir frekari afþreyingu á svæðinu: https://www.west.is/.../destina.../towns-regions/visit-dalir


 
 
 
bottom of page