top of page
Staðarfell

Prjónamessa á Staðarfelli

Það var ljúf og notaleg stemming þegar haldin var prjónamessa á Staðarfelli á Fellsströnd sunnudaginn 3. september undir yfirheitinu Hugur og handverk. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju þjónaði fyrir altari, frú Sigríður Hrund Pétursdóttir flutti hugleiðingu um Rætur lands og þjóðar og tónlist var í höndum Duo Barazz sem samanstendur af Láru Bryndísi Eggertsdóttur organista í Grafarvogskirkju og Dorthe Hojland saxofónleikara. Eftir messu var gestum boðið upp á skoðun í gamla húsmæðraskólanum á Staðarfelli áður en húsið verður lagt undir gagngerar endurbætur.


Því næst var haldið til samkomuhúss Fellsstrandar, sem er göngufæri við Staðarfell, þar sem hægt var að kaupa kaffiveitingar til styrktar ungmennafélaginu Dögun og/eða Staðarfellskirkju. Helga Thoroddsen stofnandi og eigandi prjon.is flutti erindi um „Handverk – ást í verki“ við afar góðar undirtektir.



Hægt er að fylgjast með framvindu Staðarfells hér á síðunni sem og á Facebooksíðunni, www.facebook.com/stadarfell.is.


Minnt er á reikning Staðarfellskirkju til áheita og uppbyggingar á kirkjunni: Kt. 610269-0369, reikningsnúmer 0312-03-005878.


13 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page