top of page
  • Writer's picture

Fjörumó á Fellsströnd

Fjörulalli, fjörulalli vísaðu mér í fjörumó …

Sunnudaginn 7. júlí verða leyndardómar fjörunnar rannsakaðir undir leiðsögn Jamie Lee, stofnanda Fine Foods Islandica, og Guðrúnar Hallgrímsdóttur, matvælaverkfræðings.


Hvenær: Sunnudaginn 7. júlí

Klukkan: 14.00

Hvar: Hist við félagsheimilið á Fellsströnd

- Við hliðina á Staðarfelli


  • Munum að vera viðeigandi búin fyrir fjöruna og gott er að mæta með ílát til að safna í og hníf/skæri.

  • Boðið verður upp á fjörusmakk sem og léttar veitingar.

  • Nýtum tækifærið, mætum á bæjarhátíð í Búðardal sömu helgi 5. – 7. júlí og njótum fjölbreyttrar dagskrár fyrir alla fjölskylduna.

Ókeypis viðburður fyrir alla fjölskylduna!


13 views0 comments

Comments


bottom of page