Langar þig að þekkja betur til nytja- og lækningajurta? Hvað má nýta og hvernig úr haga og hlíð?
Komdu í jurtagöngu og vinnustofu um jurtanytjar á söguslóðum Fellsstrandar laugardaginn 27. júlí kl. 12:00.
Lækningajurtir innihalda ótrúlegt magn virkra efna sem hafa jákvæð áhrif á líkama fólks og sál. Með því að þekkja jurtirnar og kunna að vinna með þær getum við styrkt líkamann og tekið heilsuna í okkar eigin hendur.
Leiðsögn um leyndardóma og lækningamátt jurta veitir Ingeborg Andersen grasalæknir.
Hist er hjá félagsheimilinu á Fellsströnd sem er við hlið Staðarfells https://maps.app.goo.gl/NDDF8JeFtzDfno2HA
Gott er að klæða sig eftir veðri og mæta með poka, skæri og tómar krukkur. Kenndar verða mismunandi aðferðir til að búa til tinktúrur, síróp, olíur og edik. Tesmökkun og léttar veitingar.
Viðburðurinn er ókeypis og hentar fyrir alla fjölskylduna.
Comments