top of page

Fjársjóðir Fellsstrandar

Writer's picture: undefined

Það er með þakklæti, stolti og gleði í hjarta að við tilkynnum styrkveitingu frá

Frumkvæðissjóði DalaAuðs 2024 fyrir verkefninu „Fjársjóðir Fellsstrandar“. Nú verður gaman saman.


Umsókn staðarhaldara á Staðarfelli var svohljóðandi:

„Markmiðið er að halda að minnsta kosti fjóra ólíka viðburði sem beina sjónum að fjársjóðum Fellsstrandar í lofti, láði og legi.

  • Farið verður í fjörumó þar sem gengnar verða fjörur, lífríki skoðað og þátttakendur læra að borða og nýta úr fjörunni. Stefnt verður að sjósundi og matarsmakki úr Hvammsfirði og/eða Breiðafirði.

  • Haldin verður Sköpunarsmiðja fyrir foreldra og börn þar sem unnið verður inni sem úti. Æfð verður frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun í gegnum sköpunargleði.

  • Farin verður menningarganga á Fellsströnd þar sem gangan tekur mið af þátttakendum á öllum aldri – létt til miðlungslétt. Sögð verður saga svæðisins frá landnámi út frá staðháttum.

  • Haldinn verður matarmenningarviðburður þar sem áhersla verður á nýsköpun í matargerð út frá fyrirliggjandi hráefnum og/eða hráefnum sem auðvelt er að rækta í Dalabyggð. Lögð er áhersla á kennslu og fræðslu í matargerð og notkun staðbundinna hráefna.


Rökstuðningur fyrir umsókn er að það er átak að halda reglubundna viðburði í félagsheimilinu á Staðarfelli. Félagsheimilið er ekki í alfaraleið og mikilvægt er að fá fólk til að fara Gullna Söguhringinn – Hvammssveit, Fellsströnd, Klofning og yfir á Skarðsströnd upp í Saurbæ. Það að hafa markvissa viðburði sem dregur fram sértæka eiginleika svæðisins mun hjálpa til við að byggja upp jákvæða ímynd dýrmæts svæðis og auka flæði ferðafólks.


Markmið verkefnisins er að byggja upp fjölþætta menningarferðamennsku og sjálfbærni í rekstri. Slíkt er gert með því að sækja aðföng sem mest og eftir bestu getu til nærumhverfis. Verkefnið verður unnið í nánu samráði og samtali við íbúa svæðisins sem og íbúa í Dalabyggð.


Allir sem vilja taka þátt í viðburðunum og falla innan þess ramma sem gefinn er ættu að vera í forgangi – en þess ber þó að geta að í sumum tilfellum er nauðsynlegt og hollt að sækja þekkingu og hæfni lengra að. Reiknað er með að hver viðburður taki 3-5 klst, nærsamfélaginu verður boðið að sinna veitingum (íþróttafélög, ungmennafélög eða önnur samfélagslega starfandi staðbundin félög) og lögð verður áhersla á að byggja upp og efla núverandi samfélag.“


Fólk í Dalabyggð og nærsveitum sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni (einhvern af ofangreindum viðburðum) er beðið um að hafa samband hið fyrsta við staðarhaldara Baldur Ingvarsson baldur@vvit.is.

17 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page