Á Staðarfelli er framundan uppbyggingarstarf bæði á húsakosti og nýtingu hans.
Stefnt er að því að upphefja sögu staðarins og svæðisins með sjálfbærni, hvíld og ró í huga.
Gera má ráð fyrir að framkvæmdir verði í nokkrum lotum og geti tekið tíma, enda verður vandað til verks.

HUGUR & HANDVERK
Prjónamessa, hugleiðing, fyrirlestur & veitingar
Prjónamessa verður í Staðarfellskirkju á Fellsströnd sunnudaginn 3. september kl. 14:00.
-
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogssókn þjónar.
-
Sigríður Hrund Pétursdóttir flytur hugleiðingu.
-
Dúó Barazz flytur tónlist - Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti og Dorthe Hojland saxofónleikari.
-
Helga Thoroddsen prjónahönnuður hjá prjon.is heldur fyrirlesturinn „Handverk - Ást í verki“.
Léttar kaffiveitingar verða í boði á 1.000 kr. og eru til styrktar ungmennafélaginu Dögun og Staðarfellskirkju, aðeins tekið við reiðufé.
Allt fólk og hannyrðir velkomið!
Það er tilvalið að skreppa í dagsferð að Staðarfelli en aksturinn tekur tæpar þrjár klukkustundir frá höfuðborgarsvæðinu. Einstök náttúrufegurð er á Fellsströnd og eru ferðalangar hvattir til að gefa sér tíma til að til að leggja af stað á degi fyrr, finna góða gistingu í nærumhverfinu, keyra Söguhringinn (Fellsströnd, Klofning, Skarðsströnd) og njóta náttúrunnar, söguarflegðar, fjölbreytts dýralífs og þjónustu í nærsamfélaginu.
Einstakar gönguleiðir og menningarverðmæti eru fyrir hendi í Dölunum, sjá m.a.
https://www.west.is/is/stadur/ferdaleidir/velkomin-i-dali
https://is.nat.is/landshluti/vesturland/?sf_paged=5
